Gamalt gólf gert að nýju

Stundum þarf að skipta út gólfefnum en oftar en ekki er hægt að slípa upp og lakka svo útkoman verður hreint út sagt stórkostleg. Við hjá Glóbrystingum verðum alltaf jafn ánægð þegar gamalt gólf hefur fengið endurnýjaða lífdaga. Ekki hika við að hafa samband og við gerum tilboð í verkið.

Ekkert gólf er eins...

Þegar kemur að því að ákveða hvort betra sé að skipta út parketi og fá nýtt er ekkert einfalt svar til. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig. Þegar allt er tekið saman getur það margborgað sig að slípa og lakka eldri gólf. 

Við aðstoðum við val og gefum föst verðtilboð i verkið. 

Ryklaus slípun, nánast.

Það er aldrei hægt að fullyrða að ekkert ryk myndist þegar parket er slípað. Við hinsvegar gerum okkar allra besta við að lágmarka það eins og mögulegt er. 

Með því að notast við hágæða rygsugur sem tengjast við vélarnar er hægt að lágmarka það ryk sem annars myndast.

Hvaða efni á að nota

Algengast er að notað sé vatnsleysanlegt lakk, eða þynnislakk.

Yfirleitt eru bornar þrjár umferðir á nýslípað gólf en það fer að sjálfsögðu eftir álagi á gólfið.

Vatnsleysanlegu lökkin hafa verið að auka við vinsældir sínar undanfarin ár, enda um stöðuga þróun að ræða.

"Þau hjá Glóbrystingum mættu, slípuðu og lökkuðu efri hæðina og stigann hjá mér. Einnig gerðu þau við skemmdir svo ekki var hægt að sjá að þar hefði verið skemmdir fyrir. Allt stóðst sem sagt var og ég er hæstánægður með allt"

Ragnar Arnarson, flugstjóri.